Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Hvernig get ég minnkað kaffidrykkju með tei?

Það sem hefur reynst okkur vel og þeim sem við höfum heyrt í er einfaldlega að byrja að drekka meira af tei.

Til dæmis hefur reynst mörgum vel að hætta ekki alveg að drekka kaffi heldur minnka það verulega. Það getur þýtt að halda sig við þá venju að fyrsti 1-2 bollar dagsins séu kaffi en næsti bolli sé svart te.

Svart te er með mestu koffínmagni og oft bragðmikið og því auðveld skipti. Við getum til dæmis mælt með Earl Grey, English Breakfast eða hreinu svörtu tei. Við getum síðan mælt með Matcha í hádeginu eða upphafi dags.

Matcha er nokkuð ríkt af koffíni en inniheldur lika L thenanin sem seinkar og jafnar upptöku koffíns í líkamanum. Matcha er lika stútfullt af andoxunarefnum og er því fràbær valkostur við kaffi sem gefur jafnari orku og lengri yfir daginn. Síðdegis getum við svo mælt með því að drekka koffínminni te, hvít og græn, eða jurtaseyði.

Það er gott að halda sig alveg frá koffíni að minnst kosti fjórum tímum fyrir svefninn.

Gangi þér vel að minnka kaffidrykkju. Mismunandi hvað hentar fólki en sá sem þetta skrifar byrjar alla daga á góðum kaffibolla og færir sig svo yfir í te.