Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Er te vont á bragðið?

Flestum sem finnst te vont hafa minningar af römmu bragði. Okkar reynsla er sú að það er þetta ramma bragð af svörtu tei sem flestir vísa í sem tebragð.

Sú minning er oft bundin við pokate sem hangir alltof lengi ofan i tekatlinum. Það eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga þegar þú lagar te.

Gæði tesins: Við mælum alltaf með því að kaupa laus telauf. Þar er oft að finna langmestu gæðin. Pokate getur verið gott en það er líklegast að lenda á vondu tei þar sem afgangarnir eru oft notaðir í pokate. Hágæða telauf eru líka oft minna viðkvæm fyrir uppáhellingunni og því ólíklegri til að gefa rammt bragð.

Magn: Oft gerir fólk þau mistök að setja of mikið af telaufum þegar það hellir upp á. Yfirleitt fylgja góðar leiðbeiningar um magn en þumalputtareglan er um 2 gr (teskeið) í einn bolla (180ml).

Tími: Ef teið stebdur of lengi í heitu vatni byrjar oft að myndast rammt bragð. Grænt te er sérlega viðkvæmt fyrir þessu en dekkri tein þola aðeins lengri bruggunartíma.