Nathan & Olsen ásamt Ekrunni hafa tekið yfir sölu á tei frá A.C. Perchs til veitingastaða og áfengislausum valkostum frá Tefélaginu. Um leið og við þökkum fyrir viðskiptin síðastliðin ár viljum við hvetja rekstraraðila til að spyrjast fyrir um úrvalið með því að senda póst á soludeild@ekran.is - Kær kveðja frá Tefélaginu

Fyrir aðrar tevörur á vefsíðunni getur þú notað kóðan TAKK til að fá 50% afslátt.

Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Er te vont á bragðið?

Flestum sem finnst te vont hafa minningar af römmu bragði. Okkar reynsla er sú að það er þetta ramma bragð af svörtu tei sem flestir vísa í sem tebragð.

Sú minning er oft bundin við pokate sem hangir alltof lengi ofan i tekatlinum. Það eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga þegar þú lagar te.

Gæði tesins: Við mælum alltaf með því að kaupa laus telauf. Þar er oft að finna langmestu gæðin. Pokate getur verið gott en það er líklegast að lenda á vondu tei þar sem afgangarnir eru oft notaðir í pokate. Hágæða telauf eru líka oft minna viðkvæm fyrir uppáhellingunni og því ólíklegri til að gefa rammt bragð.

Magn: Oft gerir fólk þau mistök að setja of mikið af telaufum þegar það hellir upp á. Yfirleitt fylgja góðar leiðbeiningar um magn en þumalputtareglan er um 2 gr (teskeið) í einn bolla (180ml).

Tími: Ef teið stebdur of lengi í heitu vatni byrjar oft að myndast rammt bragð. Grænt te er sérlega viðkvæmt fyrir þessu en dekkri tein þola aðeins lengri bruggunartíma.