Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Copenhagen Sparkling Tea

Copenhagen Sparkling Tea eða freyðite er ný drykkjartegund sem inniheldur lífrænt te. Freyðite er framleitt úr vönduðu hráefni með það markmið að vera besti óáfengi drykkur í heimi.

Ein flaska af freyðite inniheldur allt að 13 mismunandi tegundir af tei. Hver tegund af tei er uppáhellt með mismunandi hitastigi og tíma til þess að fá hið rétta bragð. Telaufin eru látin liggja í heitu vatni og síðan lögð í kalt vatn. Því næst er hvítvín eða vínberja safa helt í blönduna og ferskum sítrónusafa bætt við. Flöskurnar eru látnar standa í nokkra mánuði til að fá hið rétta bragð. Allar vörur Sparkling Tea eru lífrænar og án viðbætts sykurs.

Blá 0% (Blå)

Blå er blanda af jasmín, kamillute og keim af sítrus. Sérstök blanda af hvítu tei er bætt við sem hefur verið vandlega valið til að fá hið fullkomna bragð. Bargð af grænu tei fylgir en það eykur dýpt bragðsins enn frekar.

Blå er einstök, frábær fordrykkur og passar vel við forrétti, létta aðalrétti og eftirrétti. Fullkominn drykkur til fullorðna sem og unga til að skála.

Græn 5% (Grøn)

Grøn einkennist af grænu tei ásamt því að bera áberandi keim af sítrónugrasi og sítrus. Blandan gefur ferskleika og kemur á óvart. Teblandan í Grøn er blanda af grænu, hvítu, engifer og sítrus tei blandað við hvítvín og dass af lífrænum sítrónusafa.

Grøn er sérstaklega góð með sushi og öðrum asískum réttum.

Bleik 0% (Lyserød)

Lyserød er þurrasti drykkur Sparkling Tea en er bragðmikill án þess að vera bitur. Drykkurinn er blandaður gæða silfurnálum (hvítt te), Oolong og Hibiscus en blandan gefur þurran freyðandi óáfengan drykk, fullkominn fyrir bragðmikinn mat.

Lyserød hentar vel sem fordrykkur. Þurrleikinn gefur mikla möguleika á pörun við bragðmikla rétti og þá sérstaklega létta rétti eins og fisk og skelfisk.


Rauð 5% (Rød)

Rød er gerður úr lífrænu grænu, hvítu og svörtu tei ásamt jurtaseyði. Tein eru blönduð hvítvíni og ögn af lífrænum límónu safa og Hibiscus blómum. Rød einkennist af léttum rammleika og keim af rauðum berjum.

Rød er góður drykkur með léttum réttum eins og forréttum, fiski og öðrum léttum kjötréttum.

Vetur 5% (Vinter)

Vinter er einstakur drykkur og nær fram hin sérstöku Skandinavísku einkenni vetrarins með því að blanda kryddum eins og kanil, kardimommum og nellikur eins og gjarnan má finna i Chai te. Hvíta teið gefur drykknum mjúka áferð og sterkur keimur svarta tesins fylgir á eftir.

Vinter er sérstaklega góður drykkur með "ethnic" réttum, vetrar réttum og jafnvel staðgengill vetrardrykkja líkt og glögg. Drykkurinn er bestur í freyðivíns eða kampavínsglasi.

Ertu að fara að halda veislu?

Við bjóðum upp á afslátt séu keyptir hjá okkur þrír kassar eða fleiri. Hafðu samband við okkur tefelagid@tefelagid.is og við gefum þér verðtilboð í frábæra drykki fyrir veisluna þína.