Um Tefélagið

Tefélagið er fyrir þá sem hafa áhuga á að smakka og vita meira um te. Félagið heldur úti síðu á Facebook þar sem oft verða líflegar umræður um te, við rekum áskriftarklúbb sem sendir þátttakendum te mánaðarlega og við rekum tebúð á netinu. 

Áskriftin: Hugmyndin er einföld - fyrir fasta greiðslu í mánuði sendum við tepakka í pósti. Við reynum að hafa valið á tei mánaðarins sem fjölbreyttast og markmiðið er að koma áskrifendum skemmtilega á óvart, auka þekkingu og víkka sjóndeildarhringinn. Í pakkanum er te sem við höfum sérvalið handa klúbbfélögum ásamt fróðleik um viðkomandi te. Samhliða fá félagar sent fréttabréf í tölvupósti með almennum upplýsingum um teræktarhéruð, framleiðsluaðferðir, tesiði, uppskriftir og fleira. Skráning í Tefélagið kostar 1.870,- á mánuði. Til að gerast félagi er hægt að fylla út skráningarform á vefsíðunni tefelagid.is eða á Facebook síðu Tefélagsins, einnig er hægt að senda tölvupóst á tefelagid@tefelagid.is. 

Tebúðin: Í tebúðinni á vefsíðu Tefélagsins, tefelagid.is, er hægt að kaupa öll þau te sem við höfum sent til félaga. Tein koma til sölu í tebúðinni mánuði eftir að þau eru send félögum. Tebúðin er hugsuð handa félögum Tefélagsins og almenningi - þar er hægt að kaupa te og vörur tengdar tedrykkju svo sem könnur, hitamæla eða tímamæla. Allt eru þetta vörur sem hafa gæðastimpil Tefélagsins. 

Tein okkar: Tefélagið selur gæðate til fyrirtækja, veitinga- og kaffihúsa. Við leggjum metnað og alúð í að bjóða aðeins upp á yndisleg og bragðgóð te sem hafa fengið jákvæð ummæli viðskiptavina okkar og félaga í Tefélaginu. Rekstraraðilar sem hafa áhuga á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á te frá Tefélaginu er velkomið að hafa samband. Við tryggjum frábæra persónulega þjónustu, góða vöru og einfalda framsetningu.  

 

 

Kveðja frá fjölskyldunni í Tefélaginu.

Tefélagið ehf | tefelagid@tefelagid.is | 578 8320