Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Hvað þarf ég að eiga til að byrja að drekka te?

Við mælum með: 1) Góðu tei - mjög mikilvægt. Allt te sem við seljum á vefsíðunni oklar er te sem við elskum og getum mælt með. 2) Kanna eða sía til að brugga teið. Við mælum alltaf með Handtak eða Tom Dixon tesíunni. Ofur einfalt og lítið umstang. 3) Uppáhaldsbollanum þinn. Ef þú átt ekki einn slíkan geturðu keypt af okkar Notaðu simann þinn eða klukku til að fylgjast með timanum og njottu þess að eiga þína testund.

Er te vont á bragðið?

Flestum sem finnst te vont hafa minningar af römmu bragði. Okkar reynsla er sú að það er þetta ramma bragð af svörtu tei sem flestir vísa í sem tebragð. Sú minning er oft bundin við pokate sem hangir alltof lengi ofan i tekatlinum. Það eru nokkrir hlutir sem er gott...

Hvernig get ég minnkað kaffidrykkju með tei?

Það sem hefur reynst okkur vel og þeim sem við höfum heyrt í er einfaldlega að byrja að drekka meira af tei. Til dæmis hefur reynst mörgum vel að hætta ekki alveg að drekka kaffi heldur minnka það verulega. Það getur þýtt að halda sig við þá venju að fyrsti...

Er til koffínlaust te?

Mjög algeng spurning. Svarið er einfalt: Nei...og já. Það er ekki til neitt koffínlaust te frá náttúrunar hendi. Allt te er unnið úr teplöntunni Camellia Sinensis og í laufum þeirrar plöntuner koffín. Hins vegar, þegar talað er um koffínlaust te, þá er oft vísað til telaufa sem er búið að...

Hvað er mikið koffín í tei og hvað er ráðlagt að drekka?

Það er koffín í öllu tei sem kemur frá tejurtinni Camellia Sinensis. Hins vegar er mun minna koffín í tei en til dæmis kaffi. Koffínmagn í tei er síðan mjög nisjafnt eftir vinnsluaðferðum og til dæmis er mun minna koffín í hvítu tei en svörtu. Koffínmagnið getur einnig verið misjafnt...

Hvítt te

Hvítt te er framleitt úr laufsprotum og ungum laufum efst af trjágrein. Í bestu hvítu tein eru einungis notaðir laufsprotar. Uppskerutíminn er stuttur, stundum ekki nema tveir til þrír dagar nokkrum sinnum á ári. Stuttur uppskerutími og vandasöm tínsla gera að verkum að hvítt te er sjaldgæft og dýrt, sérstaklega...

Mismunandi tegundir af tei

Allt te er unnið úr laufblöðum teplöntunnar en vegna ólíkra framleiðsluaðferða verða til margar tegundir, þær helstu eru hvítt, grænt, oolong-te og svart te. Hrein te af sömu tegund eru ólík eftir ræktunarsvæðum, framleiðsluaðferðum, búgörðum og öðrum aðstæðum. Stundum er blandað saman tegundum af hreinu tei til þess að fá...

Telaufin og ferlið

Framleiðsla á góðu tei er vandasamt handverk. Mannshöndin kemur að flestum stigum teframleiðslunnar, ekki síst að tínslunni. Reglulega er gengið á milli terunnanna og valin laufblöð tínd. Efst á hverjum stöngli er gjarnan laufsproti sem er að opnast, þar fyrir neðan ný og fínleg blöð og enn neðar eldri og...

Camellia sinensis - plantan sem gefur okkur allt te

Allt te er afurð trjárunna sem á fræðimáli heitir Camellia sinensis. Teplantan, sem talin er upprunnin í Yunnan-héraði í Kína, er til í nokkrum ólíkum afbrigðum. Í Kína og Japan er ræktaður runni sem ber fínlegt og viðkvæmt lauf en í Assam-héraði í Indlandi rækta bændur teplöntur sem bera stór...

Veitingastaðir og kaffihús

Tefélagið býður upp á einfaldar lausnir fyrir veitingastaði og kaffihús sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á eftirminnilega teupplifun.  Sendu póst til okkar á netfangið tefelagid@tefelagid.is ef þú vilt byrja að bjóða te frá Tefélaginu til þinna viðskiptavina. 

Tesmakk

Tesmökkun fór fram í kvöld hjá eigendum Tefélagsins. Það er ekkert nýtt þar sem við erum stöðugt að smakka te til að senda teunnendum. Í kvöld smökkuðum við Honey Orchid sem er svart te frá Kína. Það var einróma niðurstaða að þetta væri mjög gott te, milt og leikur við...

Könnun á meðal Tefélaga

Í könnun meðal meðlima Tefélagsins spurðum við "hvaða te líkar þér best?" Flestir svöruðu svart te eða 42%, 19% líkar best við grænt te, 11% jurtate, 9% vilja helst Oolong og 7% hvítt te.Hugmyndin á bak við Tefélagið er ekki að selja meðlimum uppáhalds teið, heldur að hjálpa þeim sem...