News

Veitingastaðir og kaffihús

kaffihús tefélagið veitingastaðir

Tefélagið býður upp á einfaldar lausnir fyrir veitingastaði og kaffihús sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á eftirminnilega teupplifun.  Sendu póst til okkar á netfangið tefelagid@tefelagid.is ef þú vilt byrja að bjóða te frá Tefélaginu til þinna viðskiptavina. 

Sjá meira →


Tesmakk

Tesmökkun fór fram í kvöld hjá eigendum Tefélagsins. Það er ekkert nýtt þar sem við erum stöðugt að smakka te til að senda teunnendum. Í kvöld smökkuðum við Honey Orchid sem er svart te frá Kína. Það var einróma niðurstaða að þetta væri mjög gott te, milt og leikur við bragðlaukana. Spennandi te sem meðlimir Tefélagsins eiga örugglega eftir að njóta með okkur. Hitt var White Peony sem er hvítt te. Það fékk misjafna dóma. Einn eigandinn lýsti eftirbragðinu svona: “þetta er eins og að sleikja stál” en teið vann á eftir að það var búið að standa í bollanum....

Sjá meira →


Könnun á meðal Tefélaga

Í könnun meðal meðlima Tefélagsins spurðum við "hvaða te líkar þér best?" Flestir svöruðu svart te eða 42%, 19% líkar best við grænt te, 11% jurtate, 9% vilja helst Oolong og 7% hvítt te.Hugmyndin á bak við Tefélagið er ekki að selja meðlimum uppáhalds teið, heldur að hjálpa þeim sem þekkja te að kanna nýjar slóðir og kynna heim tesins fyrir þeim sem ekki þekkja þar til.Við reynum að gera eins vel og við getum og vonum að allir meðlimir okkar séu ánægðir. Í apríl verða þeir sem vilja bragðmiklar framandi blöndur ánægðastir.  

Sjá meira →