Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Tebókin

2.990 kr

Fyrsta íslenska tebókin. 

Á eftir vatni er te vinsælasti drykkurinn. Jarðarbúar drekka meira af tei en kaffi, kakódrykkjum og gosdrykkjum samanlagt – enda eru töfrar tesins umtalsverðir, það er bæði bragðgott og hollt.

Laufblöð teplöntunnar fara langa og flókna leið áður en þau ilma úr bolla á Íslandi. Í þessari bók er ferli teræktunarinnar rakið, gerð grein fyrir sögu tesins, fjallað um fjölbreyttar tegundir og framandi bragð og listina að laga ljúffengt te.

Tebókin er skrifuð af tveimur eigendum Tefélagsins, Árna Zophoniassyni og Ingibjörgu J. Friðbertsdóttur. Tefélagið er fjölskyldufyrirtæki sem sendir áskrifendum sínum nýtt te í hverjum mánuði og hefur að markmiði að fræða Íslendinga um dásemdir tes.

Tebókin

2.990 kr

FAQ

  • Hvenær er Pop Up verslun Tefélagsins opin?

    Pop Up verslunin er opin þriðjudaga og föstudaga milli 13-17. Verslunin er staðsett á Ásvallagötu 49b.

  • Eigið þið koffínlaust te?

    Við eigum ekki koffínlaust te. Ástæðan fyrir því að við seljum ekki koffínlaust te er að ferlið við að ná koffíninu úr teinu er skaðlegri en að hafa koffínið. Við seljum hinsvegar blöndur og jurtate sem innihalda ekki telauf og er koffínlaust.

  • Hvar fæst Sparkling Tea?

    Sparkling tea fæst í Pop Up verslun Tefélagsins. Hægt er að panta 12 flöskum (tveir kassar) eða fleiri hjá okkur á tefelagid@tefelagid.is. Hér er listi yfir aðra söluaðila.