Fróðleikur

Listin að hella upp á te

Hér finnur þú leiðbeiningar um hvernig best er að hella upp á te.

Með því að tileinka þér þessa siði nærðu því besta út úr telaufunum. Það alltaf gott að kynna sér vel, áður en þú hellir upp á te, hvaða tetegund þú ert með. 

Vellíðan

Í annríki hversdagsleikans, uppi í sófa eða í góðra vina hópi, á góður tebolli alltaf við. Í einum tebolla geturðu gefið likama þínum aukna orku til að klára vinnudaginn eða camillute sem róar og nærir líkama og sál.

Hefð fyrir tedrykkju nær margar aldir aftur í tímann og því erum við ekki að fylgja neinni tískubólu, heldur einungis að færa þennan dásamlega heim tesins aðeins nær þér. Tefélagið leitar bestu gæðanna. Lífræn og bragðgóð telauf eru okkar markmið.

Vatn og hitastig

Notaðu ávallt ferskt kalt vatn þegar þú hellir upp á te. Gættu þess að sjóða ekki vatnið of lengi en það getur gefið teinu rammt bragð. Við það að sjóða vatnið of lengi minnkar einnig súrefnismagnið í vatninu sem aftur getur haft áhrif á bragð tesins. Vatnshiti hefur því mikið að segja um bragð tesins, en til dæmis má nefna að hreint grænt te gefur biturt bragð sé vatnið of heitt.

Ketilinn

Sértu með þykkan postulíns teketil er gott að byrja á því að setja heitt vatn í ketilinn og hita hann örlítið upp. Postulínið mun annars lækka hitastig vatnsins. Með þessu tryggir þú að teið bruggast á hárréttu hitastigi sem skilar þér betri tebolla. Þumalfingursreglan er að nota eina teskeið af telaufum í um 240 ml af vatni (ca einn stór bolli).

Varðveittu gæðin

Til þess að te haldi þeim olíum sem gefa bragð og ilm er mikilvægt að geyma teið á viðeigandi hirslum. Geymdu te og jurtaseiði á köldum, dimmum og þurrum stað. Séu telaufin berskjölduð fyrir geislum sólarinnar eða í röku umhverfi geta þau eyðilagst og tapað eiginleikum sínum. 

Hreinsaðu

Skolaðu laufin með því að hella örlítið af heitu vatni yfir þau hrærðu lítillega og helltu því næst vatninu í burtu. Þetta fjarlægir ryk og aðrar agnir sem geta haft áhrif á bragðið. Helltu heitu vatni yfir laufin og láttu telaufin liggja eins og ráðlagt er fyrir hverja tegund. 

Stöðutímar eru það sem skilur milli mismunandi bragðblæbrigða telaufanna og skipta miklu máli eigi vel að takast til. 

Skynjaðu

Fjarlægðu laufin og helltu teinu í bolla. Gættu þess að sumar tetegundir halda áfram að gefa bragð á meðan þær liggja í heitu vatninu, sem að lokum getur gefið biturt bragð. 

Áður en þú tekur sopa er gott að taka sér smá tíma í að lykta af teinu til að upplifa ilm þess og karakter.

 

 


Spin to win Spinner icon