Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Tesmakk

Tesmökkun fór fram í kvöld hjá eigendum Tefélagsins. Það er ekkert nýtt þar sem við erum stöðugt að smakka te til að senda teunnendum. Í kvöld smökkuðum við Honey Orchid sem er svart te frá Kína. Það var einróma niðurstaða að þetta væri mjög gott te, milt og leikur við bragðlaukana. Spennandi te sem meðlimir Tefélagsins eiga örugglega eftir að njóta með okkur. Hitt var White Peony sem er hvítt te. Það fékk misjafna dóma. Einn eigandinn lýsti eftirbragðinu svona: “þetta er eins og að sleikja stál” en teið vann á eftir að það var búið að standa í bollanum.