Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Er til koffínlaust te?

Mjög algeng spurning. Svarið er einfalt: Nei...og já.

Það er ekki til neitt koffínlaust te frá náttúrunar hendi. Allt te er unnið úr teplöntunni Camellia Sinensis og í laufum þeirrar plöntuner koffín.

Hins vegar, þegar talað er um koffínlaust te, þá er oft vísað til telaufa sem er búið að fjarlægja koffínið úr. Algengasta aðferðin er að notast við klór eða sýru til að þvo koffínið úr tekaufunum.

Þar sem þessar aðferðir eru oft svolítið kemískar mælum við hvorki með koffínlausum teum né seljum þau. Hins vegar hefur myndast sú hefð hér á landi að vísa til allskonar seyðis sem te.

Jurtaseyði er til dæmis oft kallað te en jurtir eru oft fínn koffínlaus valkostur. Eitt af okkar vinsælustu teum er einmitt jurtaseyði og kallast einfaldlega Jurta.