Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Hvítt te

Hvítt te er framleitt úr laufsprotum og ungum laufum efst af trjágrein. Í bestu hvítu tein eru einungis notaðir laufsprotar. Uppskerutíminn er stuttur, stundum ekki nema tveir til þrír dagar nokkrum sinnum á ári. Stuttur uppskerutími og vandasöm tínsla gera að verkum að hvítt te er sjaldgæft og dýrt, sérstaklega á þetta við um hvítt te sem einungis inniheldur laufsprota.

 

Framleiðslan er hins vegar einföld, teið er látið þorna í nokkra daga í sólinni eða í sérstökum þurrkhúsum. Þessi einfalda framleiðsluaðferð gerir það að verkum að hvítt te er mikið um sig, létt og oft má sjá stikla og heil blöð í teinu. Einföld framleiðsla þýðir líka að næringaefni laufanna varðveitast vel og teið er því sérstaklega gott fyrir heilsuna.

 

Til skamms tíma var hvítt te lítið þekkt í Evrópu. Á því hefur orðið mikil breyting því í dag er hvítt te hálfgerður tískudrykkur í hinum vestræna heimi.