Allt te er unnið úr laufblöðum teplöntunnar en vegna ólíkra framleiðsluaðferða verða til margar tegundir, þær helstu eru hvítt, grænt, oolong-te og svart te. Hrein te af sömu tegund eru ólík eftir ræktunarsvæðum, framleiðsluaðferðum, búgörðum og öðrum aðstæðum.
Stundum er blandað saman tegundum af hreinu tei til þess að fá fram afbrigði eða tei með sérstaka eiginleika. Algengasta teið í þessum flokki er English Breakfast. Algengt er að blanda bragðaukum við teið til að fá fram ólíka eiginleika. Bragðaukarnir eru fjölbreyttir svo sem kanell, kókos, kardimommur, ylliblóm, mynta, mangó, ananas, engifer og rósir. Earl Grey er gott dæmi um hreint te með bragðauka. Te er flokkað eftir gæðum, besta teið er selt sem hreint te, milliflokkar eru gjarnan notaðir til íblöndunar með bragðaukum en slökustu telaufin eru mulin og sett í fjöldaframleidda tepoka.
Back to News