Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Telaufin og ferlið

Framleiðsla á góðu tei er vandasamt handverk. Mannshöndin kemur að flestum stigum teframleiðslunnar, ekki síst að tínslunni. Reglulega er gengið á milli terunnanna og valin laufblöð tínd.
Efst á hverjum stöngli er gjarnan laufsproti sem er að opnast, þar fyrir neðan ný og fínleg blöð og enn neðar eldri og þroskaðri laufblöð. Hvert laufblað hefur sitt nafn og hlutverk. Í mildustu tein fer laufsprotinn og yngstu laufin þar fyrir neðan. Þroskaðri laufblöðin eru notuð í bragðmeiri og grófari te.
Í sumum teræktarhéruðum er hægt að sækja uppskeru af terunnunum á nokkurra vikna fresti allt árið. Þar sem aðstæður eru erfiðari svo sem í hálendi Darjeeling-héraðsins, eru ekki nema fjórar til fimm uppskerur árlega. Fyrsta voruppskera eftir að runninn hefur hvílst yfir vetrartímann þykir sérstaklega góð.