Nathan & Olsen ásamt Ekrunni hafa tekið yfir sölu á tei frá A.C. Perchs til veitingastaða og áfengislausum valkostum frá Tefélaginu. Um leið og við þökkum fyrir viðskiptin síðastliðin ár viljum við hvetja rekstraraðila til að spyrjast fyrir um úrvalið með því að senda póst á soludeild@ekran.is - Kær kveðja frá Tefélaginu

Fyrir aðrar tevörur á vefsíðunni getur þú notað kóðan TAKK til að fá 50% afslátt.

Karfa

Karfan er tóm

Halda áfram að skoða

Telaufin og ferlið

Framleiðsla á góðu tei er vandasamt handverk. Mannshöndin kemur að flestum stigum teframleiðslunnar, ekki síst að tínslunni. Reglulega er gengið á milli terunnanna og valin laufblöð tínd.
Efst á hverjum stöngli er gjarnan laufsproti sem er að opnast, þar fyrir neðan ný og fínleg blöð og enn neðar eldri og þroskaðri laufblöð. Hvert laufblað hefur sitt nafn og hlutverk. Í mildustu tein fer laufsprotinn og yngstu laufin þar fyrir neðan. Þroskaðri laufblöðin eru notuð í bragðmeiri og grófari te.
Í sumum teræktarhéruðum er hægt að sækja uppskeru af terunnunum á nokkurra vikna fresti allt árið. Þar sem aðstæður eru erfiðari svo sem í hálendi Darjeeling-héraðsins, eru ekki nema fjórar til fimm uppskerur árlega. Fyrsta voruppskera eftir að runninn hefur hvílst yfir vetrartímann þykir sérstaklega góð.